Búa til hópa

Hópar eru mikilvægasta einingin í Veistu. Þannig er til dæmis stærðfræði í 7. bekk á haustönn 2017 einn hópur. Hópur er því skilgreindur út frá fagi, erfiðleikastigi (sem oftast er bekkurinn) og tengdur við önn.

Þegar hópur hefur verið stofnaður getur kennarinn valið hvaða nemendur tilheyra honum, það geta verið tilteknir nemendur, allur árgangurinn eða stærri hópur.

Leikir eru settir inn í hópa. Kennarar geta stofnað hópa með því að velja „Stjórnborð" og neðst í önninni má sjá hnappinn „Bæta við hóp". Hópnum er þá gefið viðeigandi nafn td Íslenska og valin er önn eftir því hvar hópurinn á að birtast. 
Til að auðvelda leit í Sarpinum, þá er valinn bekkur sem hópurinn tilheyrir og hvaða fag um ræðir.
Að lokum er smellt á „Vista".

Nánar um hópinn

Þegar búið er að stofna hópinn er hann valinn með því að smella á nafn hans.

Í listanum „Kennarar í hóp" er hægt að sjá hvaða kennarar hafa aðgang að hópnum. 
Neðst í „Kennarar í hóp" má sjá “Breyta kennaralista”. Þar er hægt að bæta viðeigandi kennurum í hópinn. 
Viðkomandi kennari er fundinn með því að smella í fellilistann undir „Kennari" og svo er honum bætt við
Að lokum er smellt á „Bæta við”.

Einnig er hægt að bæta við nemendum með því að smella á „Breyta nemendalista" í „Nemendur í hóp." En þar er hægt að velja úr öllum nemendum skólans. Hægt er að leita eftir nafni eða bekk nemenda.  
Til hægri má sjá hak við þá nemendur sem eru í hópnum. Bæta má nemendum við með því að haka við boxið eða afhaka við þá sem ekki eiga að tilheyra hópnum. Þegar búið er að haka í þá nemendur sem eiga að vera í hópnum er smellt á „Vista”

Í yfirliti hópsins má sjá þá leiki sem tilheyra hópnum. Þar eru allar upplýsingar um hvern leik. Hvað hann heitir, hver er höfundur hans og hversu margir þátttakendur hafa spilað leikinn. Einnig er hægt að sjá hvenær einkunnarmatið hefst og hvenær því lýkur. Upplýsingar eru um hver hefur möguleika á að skoða leikinn. 
Með því að smella á örina lengst til hægri er hægt að breyta leiknum eða eyða honum.

Í flipanum „Nemendaleikir" sést hvaða nemendur hafa stofnað leiki og í flipanum „Nemendur" sjást hverjir hafa spilað leiki og niðurstöður svara þeirra.