Búa til leik

Nýr leikur

Á Stjórnborðinu er valinn hnappurinn „Nýr leikur". Valinn er titill á leikinn, hvaða hóp hann á að tilheyra og skrifa má stutta lýsingu. Þessi lýsing birtist þegar leikurinn er spilaður í snjalltæki.

Spurningar

Því næst er smellt á hnappinn „Spurningar" eða „Halda áfram".

Hér er fyrsta spurningin í leiknum sett inn. Setja má inn mynd eða hljóð með því að smella á myndina af skýinu og velja skrá í tölvunni.
Ákjósanleg stærð mynda er 600-800 pixlar á breidd og hafa þær ekki of þungar.

Setja má inn myndband með því að afrita slóð af YouTube og setja í viðeigandi reit.

Næst þarf að velja hvort spurningin er fjölvalsspurning, eitt rétt svar af allt að fjórum valmöguleikum eða ritunarspurning þannig að nemandinn ritar sjálfur inn rétt svar.

Þegar spurningin er tilbúin má smella á plúsinn til að skrifa inn næstu spurningu. Þannig er mjög fljótlegt að skrifa inn fjölda spurninga og valmöguleika í svörum.

Spurningu er eytt með því að smella á ruslafötuna. 
Hægt er að flakka á milli spurninga með því að smella á örvarnar til hægri og vinstri.

Ef leikur er ekki fullbúinn og klára á uppsetningu á honum síðar, má smella á „Vista drög". Leikurinn vistast þá undir viðeigandi hóp, án þess að hægt sé að spila hann en það er lítið mál að opna hann síðar og ljúka við uppsetninguna.

Þegar kennari hefur sett inn allar spurningarnar þá er annað hvort smellt á „Stillingar" eða „Halda áfram" hnappinn.

Stillingar

Ef kennari óskar eftir því að nemendur sínir sjái stigatöflu 5 efstu nemenda í stigatöflu þá er hakað við „Sýna stigatöflu í appi".

Ávallt er forhakað í boxið „Sýna nemendum rétt svar", og því sjá nemendur rétt svar spurningarinnar um leið og þeir hafa valið sitt svar. Ef hakað er úr því sjá nemendur ekki rétta svarið.

Hægt er að hafa tímamörk á spurningunum, þá hafa nemendur takmarkaðan tíma til að svara hverri spurningu. Ef nemendur ná ekki að svara fyrir gefinn tíma fá þeir sjálfkrafa gefið rangt fyrir spurninguna. Hægt er að velja á milli 8 mögulegra tímamarka.

Einkunnamat

Þegar hakað er við „Æfingaleik” þá birtist einkunn í lok leiks, en einkunn vistast ekki og ekki hægt að rekja svör til notandans. Leikurinn er alltaf opin og er bara æfing. Æfingaleikir henta vel fyrir yngstu notendurna sem allir skrá sig inn á sama auðkenni.

Í „Fyrstu tilraun" gildir fyrsta tilraun sem einkunn.
Niðurstöður eru vistaðar og kennari getur lesið úr niðurstöðum úr svörum allra nemenda.

Í „Bestu tilraun" er hægt að spila leikinn oft.
Öll skiptin sem nemandinn spilar eru vistaðar og getur kennari séð niðurstöður besta svars hvers nemanda.

Í „Meðaleinkunn" ræðst einkunn af meðaleinkunn allra tilrauna nemandans.
Nemandinn getur spilað leikinn oft og er niðurstaðan meðaleinkunn úr öllum spiluðum leikjum. Niðurstöður vistaðar og kennari getur lesið úr niðurstöðum fyrstu tilraunar og meðaleinkunnar hvers nemanda.

Hægt er að velja tímarammann sem leikirnir eru opnir fyrir einkunnagjöf.

Í dagatalinu er upphafstími stilltur inn, en þá birtist leikurinn nemendum.

Að endatíma leiksins liðnum geta nemendur spilað leikinn áfram en fá þó ekki einkunn.

Sýna í sarp

Kennari getur valið að deila leiknum sínum með öðrum kennurum í sarpnum.
Velja má að leikurinn sjáist eingöngu í sarpi viðkomandi notanda, hjá öllum samkennurum skólans eða öllum notendum kerfisins, einnig í öðrum skólum.