Ef skoða á niðurstöður úr leikjum sem spilaðir hafa verið er smellt á „Stjórnborð" og viðeigandi hópur valinn og því næst er leikurinn sem skoða á valinn.
Hægt er að sjá hvaða kennarar eru í hópnum í listanum til vinstri og þar fyrir neðan hvaða nemendur eru í hópnum.
Í flipanum „Kennaraleikir" sést hvaða leikir eru í boði fyrir þennan hóp.
Til að sjá nákvæmar niðurstöður hvers nemanda, er smellt á flipann „Kennaraleikir" og svo smellt á nafn leikjarins. En þá birtist yfirlit yfir nemendur sem hafa spilað leikinn og einkunnir þeirra.
Ef smellt er á flipann „Spurningar" sjást spurningarnar í leiknum.
Ef smellt er á „Niðurstöður spurninga", þá sést yfirlit yfir niðurstöður alla nemenda sem hafa spilað leikinn og svör hverrar spurningar. Þannig er hægt að sjá ef leggja þarf meiri áherslu á einhver sérstök atriði varðandi námið.
Ef smellt er á flipann „Nemendaleikir“, þá getur kennarinn skoðað einkunnir úr leikjum sem nemendur hafa stofnað sjálfir innan þessa hóps.
Nemendaleikir: Með því að smella á nafn leikjar er komið inn á yfirlit yfir „Niðurstöður" hægt að sjá hvert einkunnarmatið er og yfirlit yfir nemendur sem hafa spilað leikinn og einkunnir þeirra. Ef smellt er á flipann „Spurningar" sjást spurningarnar í leiknum. Ef smellt er á niðurstöður spurninga, þá sést yfirlit yfir niðurstöður alla nemenda sem hafa spilað leikinn.
Ef smellt er á flipann „Nemendur" þá birtist listi yfir þá nemendur sem eru í hópnum, hver meðaleinkunn þeirra er, hvað þeir hafa lokið við marga leiki og hversu marga leiki þeir hafa stofnað.
Ef smellt er á píluna lengst til hægri þá er hægt að breyta aðgangi nemandans, td. ef hann vantar nýtt lykilorð.
Neðst í listanum er hægt að „Breyta nemendalistanum" með því að smella hnappinn og velja þá nemendur sem tilheyra hópnum.
Hér má sjá myndband um virkni Niðurstaðna