Sarpur

Kennari getur valið að deila leik sínum meðal annarra kennara kerfisins.

Ef finna á leik í Sarpi, þá er „Sarpur" valinn efst í valstikunni.

Hægt er að leita eftir hverjum hluta fyrir sig eða jafnvel nokkrum í einu, dæmi íslenska og 1. bekkur. Einnig er hægt að leita eftir titli, greinum, kennurum eða skólum.

Þegar kennari finnur leik sem hann hefur áhuga á velur hann örina hægra megin hjá viðkomandi leik og velur „Búa til afrit af leik".

Kennari getur einnig, á sama stað, breytt sínum eigin leik með því að smella á örina og velja „Breyta leik".

Þegar smellt hefur verið á „Búa til afrit af leik" þá færist leikurinn yfir í spurningaritil kennarans sem getur endurnýtt leikinn. Byrja þarf á því að gefa leiknum nafn og velja í hvaða hóp hann á að vera. 

Hægt er að breyta spurningum og lagfæra stillingar eftir því sem við á.