Umsjónarmaður

Umsjónarmaður hefur yfirumsjón með öllu innan skólans, eins og að stofna annir. Umsjónarmaður sér einnig um að hlaða inn nemendum úr Mentor, ásamt því að bæta við kennurum.

Umsjónarmaður stofnar annir og hefur þannig stjórn á því hvaða annir eru í boði. Kennarar geta ekki stofnað hóp nema til séu annir. 
Kennarar geta í framhaldinu stofnað hópa og sett í annirnar. 

Annir útbúnar 

  • Smellt er á „Annir" efst í valstikuna og því næst smellt á „Bæta við"
  • Önninni er þá gefið viðeigandi nafn
  • Vista 

Umsjónarmaður getur breytt önn hvenær sem er.