Veistu er hugbúnaður sem gerir stjórnendum/ kennurum kleift að útbúa skemmtilega spurningaleiki úr námsefni í gegnum aðgengilegt vefviðmót. Spurningaleikjunum er deilt til nemenda sem geta svarað leikjunum í snjalltækjum.
Nemendur geta einnig búið til sína eigin spurningaleiki í appinu, með texta, myndum eða hljóði og deilt þeim með samnemendum sínum. Kennarar geta á einfaldan hátt fylgst með framgangi nemenda sinna.
Hægt er að fá tímabundinn prufuaðgang að Veistu, að kostnaðarlausu.
Markmið
Markmið Veistu er að stýra hluta tölvutímans í uppbyggilegri farveg í stað þess að reyna að takmarka tölvutímann.
Fjöldi spurningaleikja er til fyrir snjallsíma enda eru spurningaleikir sívinsælir.
Það sem gerir hins vegar Veistu frábrugðin öðrum spurningarleikjum eru eftirfarandi þættir: