Hvernig virkar þetta?

Skemmtilegur spurningaleikur sem eykur áhuga nemenda á námsefninu og gerir það fjölbreyttara. 
Auðvelt í uppsetningu og hægt að fylgjast með árangri nemendanna.

  • Veistu er spurningaleikur, kennarar og nemendur geta útbúið spurningarnar 
  • Kennarar búa til námshópa þar sem þeir deila spurningaleikjum með nemendum sínum 
  • Hægt er að útbúa spurningar sem fjölvalspurningar eða spurningar sem rita þarf svarið við
  • Spurningarnar geta innihaldið texta, mynd/hljóð eða YouTube myndband. 
  • Þegar nemandinn hefur spilað leikinn þá getur kennarinn séð niðurstöður hvers svars. Einnig sést tölfræði fyrir hverja spurningu leiks. Þannig er hægt að sjá auðveldlega hvort leggja þarf meiri áherslur á viss atriði í kennsluefninu.
  • Hægt er að velja um mismunandi einkunnarmat, td. að fá bestu tilraun nemandans, fyrstu tilraun nemandans, meðaleinkunn eða hafa æfingaleik með engri einkunn
  • Hægt er að útbúa leiki með stigatöflu fyrir 5 hæstu og hafa spurningar með tímamörk 
  • Nemendur geta undirbúið sig fyrir próf með því að velja viss verkefni og æfa sig á þeim
  • Markmiðið er að með tímanum byggist upp stór sarpur af spurningum sem kennarar geta nýtt sín á milli og sparað þannig tíma og fyrirhöfn. 

Hér má sjá stutta kynningu á viðmóti kennara.


Fáðu aðgang og prófaðu