Nemendahlutinn

Nemendur svara verkefnum í appi sem heitir Veistu, en það er fáanlegt bæði fyrir iOS og Android snjalltæki. Þau eru sótt í App Store eða Play Store.

Óinnskráðir geta allir sem hafa appið spilað opna leiki í spurningabanka og þannig æft sig í því viðfangsefni sem hentar.
Þegar nemendur skrá sig inn sjá þeir yfirlit þá hópa sem þeir tilheyra og fjölda óleystra verkefna í hverjum hóp fyrir sig.
Þegar nemendur spila leik þá sjá þeir niðurstöður úr leiknum strax. Nemendur geta spilað leiki aftur og aftur til að æfa sig í efninu.
Leikir sem kennari leggur fyrir er stilltur á ýmsa vegu. Kennarinn getur valið að sýna rétt svar við spurningum og stillt leikinn á tíma, þannig að nemandinn hefur viss margar sekúndur til að svara. Eins getur kennarinn stillt leikinn eftir bestu tilraun nemandans, meðal einkunn hans eða fyrstu tilraun.

Ef nemandinn ætlar að æfa sig fyrir próf, þá getur hann valið nokkra leiki saman og æft sig þannig. En spurningarnar birtast þá handahófskennt, fín leið til að æfa sig fyrir próf. 
Nemendur geta einnig útbúið sína eigin leiki og nota þá tækið til að búa til spurningar, taka myndir og taka upp hljóð sem hægt er að nota í spurningar. Þegar spurningaleikur er tilbúinn er hægt að deila honum með samnemendum. Nemandaleikir sýna alltaf rétta svarið að lokinni spurningu og ekki er hægt að setja tímamörk.

Hér má sjá hvernig appið birtist nemendum:  

Svona birtist leikurinn í appinu:

Nemendaleikir:

Spurningaflæði og Spurningabanki: